Stefna um sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð

Sjálfbærni og umhverfismál hjá Bílaleigu Akureyrar

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Höldur ehf. leggur áherslu á að starfsemin sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Fyrirtækið leggur sig fram við að leita stöðugt leiða til umbóta í átt að sjálfbærni og vill þannig axla ábyrgð á þeim áhrifum sem rekstur fyrirtækisins hefur. Með það að leiðarljósi greinir fyrirtækið áhrif sín á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti og vinnur að því að draga úr neikvæðum áhrifum og auka þau jákvæðu áhrif sem reksturinn hefur á innra og ytra umhverfi sitt.

Fyrirtækið leggur ekki aðeins áherslu að auka sjálfbærni í sinni kjarnastarfsemi heldur vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum til að auka sjálfbærni í samfélaginu í heild, m.a. með því að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum á landi.

Umhverfisþættir

Höldur leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrirtækið vinnur að stöðugum umbótum í umhverfismálum til að lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins.

  • Höldur setur sér árleg markmið um hlutfallslega aukningu hreinorkubíla í bílaflota sínum.

  • Höldur flokkar úrgang og spilliefni sem til falla hjá fyrirtækinu.

  • Höldur stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsfólks.

  • Starfsfólk Hölds vinnur að landgræðslu með árlegri gróðursetningu.

Félagslegir þættir

Höldur kappkostar að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á jafnrétti, jafna möguleika til starfsþróunar og uppbyggilega fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður og samheldinn vinnustaður. Starfsfólk, þekking þeirra, færni og reynsla er verðmætasti auður félagsins. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og starfsemi um land allt og mun áfram bjóða uppá starfstækifæri á landsbyggðinni og styðja við nærumhverfi sitt.

  • Höldur sýnir samfélagslega ábyrgð í verki gagnvart starfsfólki, viðskiptavinum og samfélaginu í heild.

  • Höldur vinnur markvisst að því að tryggja öryggi og efla heilbrigði starfsfólks.

  • Höldur hafnar öllu misrétti og leggur áherslu á að allt starfsfólk búi við jöfn réttindi og tækifæri innan fyrirtækisins.

  • Höldur ætlar að auka hlut kvenna innan fyrirtækisins og viðhalda launajafnrétti.

  • Höldur leggur áherslu á forvarnir og öryggi í samgöngum og nýtir stafræna tækni í upplýsingagjöf til viðskiptavina.

  • Höldur styður dyggilega við bakið á íþrótta- og menningarstarfi um land allt.

Stjórnarhættir

Höldur leggur áherslu á góða stjórnarhætti sem og hagkvæma og ábyrga nýtingu fjármagns. Stjórnendur og starfsfólk skulu viðhafa gott viðskiptasiðferði gagnvart viðskiptavinum, birgjum og öðrum hagsmunaaðilum. Traust og gott orðspor er félaginu mikilvægt. Góðir viðskiptahættir, virðing og hlíting laga og reglugerða eru þau grunngildi sem verklag félagsins byggir á.

  • Höldur mun gefa út árlega sjálfbærniskýrslu.

  • Höldur ætlar að skoða samstarf við birgja með sjálfbærni i huga.

Höldur vill sýna gott fordæmi í verki með því að vera leiðandi í orkuskiptum og umhverfismálum. Höldur vill tryggja fjölbreytt störf um land allt og skapa heilbrigt starfsumhverfi sem byggir á jafnrétti, virðingu og sterkri liðsheild.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun varða leiðina að bættum heimi. Lögð verður áhersla á að samþætta Heimsmarkmiðin við starfsemi fyrirtækisins.

Kjarnamarkmið Hölds eru:

Heilsa og vellíðan
Jafnrétti kynjanna
Góð atvinna og hagvöxtur
Nýsköpun og uppbygging
Ábyrg neysla og framleiðsla
Aðgerðir í loftslagsmálum

Fyrirtækið setur sér árleg markmið sem tengjast kjarnamarkmiðunum og metur árlega árangur.

 

Stjórn félagsins samþykkir stefnuna og ber jafnframt ábyrgð á reglulegri endurskoðun hennar. Forstjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd stefnunnar og hefur ásamt framkvæmdaráði félagsins yfirumsjón með sjálfbærniverkefnum.

 

Árangur í ljósi markmiða árið 2023

 

Aukið hlutfall hreinorkuökutækja 

Höldur náði markmiði sínu um 10% hlutfall hreinorkuökutækja í bílaflota félagsins með kaupum á ýmsum gerðum rafmagnsbíla á árinu. 
 
 

Aukning hleðsluinnviða

Uppbygging hleðsluinnviða var haldið áfram á árinu en 6 nýjar hleðslustöðvar voru settar upp við starfsstöðvar félagsins. 
 
 

Eigin gróðursetning

Starfsfólk fyrirtækisins gróðursetti 2.260 trjáplöntur á árinu 2023 en unnið hefur verið að gróðursetningu frá árinu 1996 og í heildina hafa yfir 35.000 trjáplöntur verið gróðursettar. 
 
 

Meðhöndlun úrgangs 

Góður árangur náðist í meðhöndlun úrgagns á árinu og endurvinnsluhlutfall heildar úrgangs var 83% og endurvinnsluhlutfall rekstrarúrgangs frá daglegum rekstri var 93%. 
 
 

Jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf

Félagið greiddi jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð kyni.

 

 

Sjálfbærniskýrsla Hölds 2023

 

Umhverfið

Kirjufell

Umhverfisstefna Bílaleigu Akureyrar

Okkur hjá Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.

Bílaleiga Akureyrar ætlar að:

  • Tryggja að starfsfólk hljóti þjálfun og sé upplýst um umhverfisþætti fyrirtækisins og að alltaf sé farið að lögum og reglugerðum um umhverfismál.

  • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bílaflota fyrirtækisins.

  • Flokka þann úrgang sem til fellur hjá fyrirtækinu og virkja starfsfólk til betri nýtingar hráefna og endurnotkunar sé þess kostur.

  • Vinna að vöktun umhverfisþátta fyrirtækisins.

  • Upplýsa viðskiptavini sína um orkusparandi akstur og umgengni við náttúru landsins.

  • Halda grænt bókhald og gefa árlega út umhverfisskýrslu til að upplýsa almenning um stöðu umhverfismála hjá fyrirtækinu.

  • Styðja landgræðsluverkefni á Íslandi.

Höldur leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda. Frá árinu 2009 hefur Höldur unnið í samræmi við umhverfisstefnu félagsins þar sem áhersla er lögð á stöðugar umbætur í umhverfismálum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í rekstri Hölds.

Umhverfisþættir félagsins eru vaktaðir og greindir í samræmi við kröfur umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001 og helstu umhverfisþættir byggja á orkunotkun, lækkun losunar vegna aksturs, úrgangi þ.m.t. spilliefnum, náttúru og landgræðslu.

Orkuskipti í samgöngum er veigamikill þáttur í að draga úr losun og fyrirtækið hefur sett árleg markmið um aukið hlutfall visthæfra ökutækja (rafmagns- og tengiltvinnbíla) í heildarflota fyrirtækisins en þess má geta að í markmiðum fyrir árið 2023 er einungis miðað við rafbíla eða aðra hreinorkubíla.

 

Umhverfisskýrsla 2022

Umhverfisskýrsla 2021

Umhverfisskýrsla 2020

 

Ábyrg ferðaþjónusta



Eins og fram kemur í umhverfisstefnu fyrirtækisins er Bílaleigu Akureyrar mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við leggjum okkur fram við að leita stöðugt leiða til umbóta í átt að sjálfbærni og viljum þannig axla ábyrgð á þeim áhrifum sem rekstur fyrirtækisins hefur á samfélagið og umhverfið.

Við tökum virkan þátt í verkefnum innan ferðaþjónustunnar sem varða öryggi ferðamanna, umhverfismál og samfélagslega ábyrgð. Þann 10. janúar 2017 skrifuðum við undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu, hvatningaverkefni sem íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð standa að. Með undirritun yfirlýsingarinnar höfum við skuldbundið okkur til að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Þátttaka í verkefninu gefur okkur hjá Bílaleigu Akureyrar tækifæri til að þróa áherslur okkar í ábyrgri ferðaþjónustu enn frekar og um leið erum við hluti af stærri heild, ferðaþjónustu sem leggur áherslu á ábyrga starfshætti og sjálfbærni í rekstri.

Hér fyrir neðan má sjá hluta af þeim verkefnum sem við höfum lagt áherslu á að undanförnu.

Ganga vel um og virða náttúruna

  • Við upplýsum viðskiptavini um viðkvæma náttúru landsins og umgengni við hana á heimasíðu fyrirtækisins sem og í öðru kynningarefni.

  • Við náðum yfir 88% endurvinnsluhlutfalli úrgangs frá daglegum rekstri árið 2022, með flokkun og endurnýtingu.

  • Starfsfólk hefur gróðursett rúmlega 33.000 tré frá árinu 1995 og markmið okkar um að gróðursetja 3.000 tré á árinu 2022 náðist.

 

Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi

  • Við miðlum ýmsu fræðsluefni til viðskiptavina er varðar öryggi við akstur bifreiða á Íslandi.

  • Miðlum opinberum viðvörunum um veður, færð og hugsanlega náttúruvá til viðskiptavina með sjálfvirkum viðvörunum í gegnum app okkar "Your Friend in Iceland".

  • Við erum með formlegt viðbragðsteymi vegna neyðarástand og áhættumat vegna viðskiptavina er yfirfarið minnst einu sinni á ári.

 

Virða réttindi starfsfólks.

  • Öllu erlendu starfsfólki verður boðin kennsla í íslensku þeim að kostnaðarlausu á árinu 2023 eins og undanfarin ár.

  • Námskeið fara fram á þeim tungumálum sem starfsfólk fyrirtækisins skilur.

  • Fyrirtækið fékk staðfesta jafnlaunavottun í ágúst 2020 og hefur sett sér markmið í tengslum við jafnlaunavottun til ársins 2025

  • Til að tryggja fjölbreytt og aðgengilegt fræðsluefni fór fyrirtækið í samstarf við fræðslufyrirtækið Akademias árið 2023 og bíður nú starfsfólki sínu aukið úrval af rafrænu fræðsluefni.

 

 

Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið

  • Fyrirtækið er með starfsemi víða um land og við ætlum að leitast við að sækja vöru og þjónustu til aðila í heimabyggð á árinu 2023

  • Við ætlum að halda áfram að styrkja íþrótta- og menningarstarf um allt land.