Gæðastefna
Höldur - Bílaleiga Akureyrar er leiðandi fyrirtæki á íslenskum bílaleigumarkaði sem kappkostar að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu.
Fyrirtækið skilgreinir sig sem þjónustudrifið og sveigjanlegt með þarfir viðskiptavinarins í huga alla tíð og hefur stundvísi, heiðarleika, snyrtimennsku og þjónustulund að leiðarljósi.
- Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að hafa í sinni þjónustu gott og ánægt starfsfólk í starfsumhverfi sem byggir á vellíðan, öryggi, heilindum og virðingu. Metnaður er lagður í að efla þekkingu starfsfólks með öflugri fræðslu og símenntun frá fyrsta starfsdegi.
- Góð og persónuleg þjónusta er lykilatriði í daglegum rekstri fyrirtækisins þar sem viðmót starfsfólks skiptir sköpum. Við leggjum okkur fram um að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina okkar á skjótan og faglegan hátt með þjónustulund og sveigjanleika að leiðarljósi. Einkunnarorð okkar eru “ Þínar þarfir – okkar þjónusta “.
- Áhersla er lögð á að ásýnd fyrirtækisins sé til fyrirmyndar. Allar starfsstöðvar eru merktar fyrirtækinu á áberandi hátt og mikið er lagt upp úr hreinlæti og snyrtimennsku bæði innan dyra og utan. Starfsfólk notar viðeigandi einkennisfatnað og sýnir starfsumhverfi sínu virðingu í umgengni.
- Stöðugt er unnið að framþróun og nýsköpun í upplýsingatækni og kappkostað að fyrirtækið búi yfir nýjustu tæknilausnum hverju sinni. Mikilvægur þáttur í því er að viðhalda stafrænni menningu og leggja áherslu á þekkingu starfsfólks, hæfni og færni til að vinna í stafrænu umhverfi. Snar þáttur í rekstrinum er stafræn miðlun upplýsinga til viðskiptavina, starfsfólks og annara hagaðila.
- Fyrirtækið kappkostar að bjóða upp á fjölbreytt úrval nýlegra bíla af öllum stærðum og gerðum sem uppfylla kröfur viðskiptavina um gæði, öryggisbúnað og visthæfni.
- Mikil áhersla er lögð á stöðugar framfarir í rekstrinum og allra leiða leitað til að hámarka árangur, læra af reynslunni og gera betur í dag en í gær.
- Fyrirtækið ætlar að standa við skuldbindingar sínar og gerða samninga gagnvart viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum hagaðilum, og hlítir þeim lögum og reglugerðum sem stjórnvöld setja.
- Sem brautryðjandi í íslenskum bílaleigurekstri á fyrirtækið sér langa og farsæla sögu. Stjórn þess er í mun að reka gott og vel þekkt fyrirtæki með ásættanlegum hagnaði og tryggja þannig áframhaldandi vöxt þess og framgang.