Höldur leggur áherslu á að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum og að greidd séu jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum.
Það er á ábyrgð stjórnenda að framfylgja jafnlaunastefnunni og tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt við launaákvarðanir. Framkvæmdaráð Hölds setur fram jafnlaunamarkmið árlega sem mæld eru í launagreiningu.
Mannauðsstjóri er ábyrgur fyrir stöðugum umbótum á jafnlaunakerfi fyrirtækisins ásamt eftirliti með jafnlaunastefnunni. Jafnlaunastefna Hölds er órjúfanlegur hluti af mannauðs- og launastefnu félagsins.
Stefna þessi nær til alls starfsfólks Hölds.
Opnunartímar | Hafa samband | Mínar síður | Langtímaleiga | Veftré | English
Höldur er leyfishafi Europcar International á Íslandi.
© Efni þessa vefs er varið höfundarrétti og afritun með öllu óheimil