Höldur – Bílaleiga Akureyrar og Hopp Reykjavík hlutu Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir nýsköpunarverkefnið Hopp deilibílar. Fyrirtækin, sem bæði leggja ríka áherslu á umhverfismálefni í rekstri sínum, hófu samstarf snemma árs 2021. Þann 18. mars sama ár var fyrsti deilibíllinn leigður út og hafa bílarnir, sem allir eru 100% rafbílar verið 10 talsins.
Fyrirhugað er að efla samstarfið á næstu mánuðum og fjölga deilibílunum. Með fjölgun Hopp deilibíla mun deilibílasvæðið jafnframt stækka og því munu bílarnir sjást víðar á götum borgarinnar á næstunni.
Í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar að þessu tilefni kom meðal annars fram að „Tilnefningarnar til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar endurspegla mikla grósku og nýsköpun í ferðaþjónustu um allt land. Hugmyndaauðgi, stórhugur og fagmennska einkennir mörg þau fyrirtæki sem tilnefnd voru“.
Það er afar ánægjulegt að hljóta þessa viðurkenningu á samstarfsverkefni okkar með Hopp og hvetur okkur til áframhaldandi verkefna á sviði nýsköpunar.
Opnunartímar | Hafa samband | Mínar síður | Langtímaleiga | Veftré | English
Höldur er leyfishafi Europcar International á Íslandi.
© Efni þessa vefs er varið höfundarrétti og afritun með öllu óheimil