Niðurstöður í könnun VR, Fyrirtæki ársins 2023, liggja nú fyrir og voru kynntar við hátíðlega athöfn í Hörpu miðvikudaginn 10. maí. Heildareinkunn fyrirtækja er reiknuð út frá viðhorfi starfsfólks til ólíkra þátta starfsumhverfis og þau fyrirtæki sem skara fram úr í könnuninni hljóta formlega viðurkenningu, enda ærin ástæða til að vekja athygli á frammistöðu þeirra.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, afhentu viðurkenningar til fyrirtækja í þremur stærðarflokkum.
Könnun VR náði til alls félagsfólks VR auk fjölda annarra á almennum vinnumarkaði og er umfangsmesta vinnumarkaðskönnun á Íslandi. Könnunin í ár var jafnframt sú stærsta sem VR hefur látið gera til þessa. Gallup lagði könnunina fyrir og sá um úrvinnslu niðurstaðna.
Þau fyrirtæki sem uppfylltu skilyrði um lágmarkssvörun og tryggðu öllu starfsfólki sínu þátttökurétt (ekki aðeins VR félaga) komu til greina í vali á Fyrirtæki ársins og voru þau 155 talsins. Auk fyrirtækja ársins voru viðurkenningar veittar til fimmtán efstu fyrirtækja í hverjum stærðarflokki og voru þau útnefnd Fyrirmyndarfyrirtæki 2023. Það er mikið gleðiefni að annað árið í röð er Höldur eitt þessara fyrirtækja.
Opnunartímar | Hafa samband | Mínar síður | Langtímaleiga | Veftré | English
Höldur er leyfishafi Europcar International á Íslandi.
© Efni þessa vefs er varið höfundarrétti og afritun með öllu óheimil