Árlega veitir Tui, sem er einn stærsti ferðaheildsali heims, verðlaun til samstarfsaðila sinna í ýmsum greinum ferðaþjónustunnar. Verðlaunin voru veitt í Hanover að þessu sinni og hlaut Bílaleiga Akureyrar verðlaun í flokki bílaleiga með 200-2000 bókanir en í þeim flokki eru meira en 100 bílaleigur víðs vegar um heiminn. Mælt er hlutfall milli bókana og kvartana og mældist Bílaleiga Akureyrar með 99.8% ánægðra viðskiptavina.
Við erum ákaflega stolt af þessum verðlaunum, að vera með þetta hátt hlutfall ánægðra viðskiptavina hjá þessum stóra ferðaheildsala er frábær árangur. Við höfum alla tíð lagt höfuðáherslu á að veita góða, lipra og persónulega þjónustu. Því er alveg sérstaklega ánægjulegt að fá þessi verðlaun frá Tui sem eru um leið staðfesting á því að okkar frábæri hópur starfsfólks er að standa sig vel. Fyrr á þessu ári fengum við einnig verðlaun frá Europcar samsteypunni fyrir framúrskarandi árangur í rekstri og þjónustu sem okkur var mikill heiður að fá segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Steingrím Birgison, forstjóra Bílaleigu Akureyrar og Þorbjörgu Jóhannsdóttur, sölustjóri Europcar á Íslandi taka við verðlaununum úr hendi Beate Kuszewski, framkvæmdastjóra Tui Cars.
Opnunartímar | Hafa samband | Mínar síður | Langtímaleiga | Veftré | English
Höldur er leyfishafi Europcar International á Íslandi.
© Efni þessa vefs er varið höfundarrétti og afritun með öllu óheimil