Síðastliðið ár hefur Höldur - Bílaleiga Akureyrar unnið að uppbyggingu hleðsluinnviða á starfsstöðum fyrirtækisins í tengslum við aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum og fjölgun visthæfra ökutækja í bílaflota fyrirtækisins. Keyptar voru 35 rafhleðslustöðvar af gerðinni Zaptec pro og nú þegar hefur verið lokið við uppsetningu á 32 hleðslustöðvum á eftirtöldum starfsstöðvum :
Samhliða uppsetningu á hleðslustöðvum var farið í framkvæmdir til að tryggja flutningsgetu raforku inn á starfsstöðvar fyrirtækisins. Lögð var ný 710A heimtaug að nýrri starfsstöð okkar að Skútuvogi 8 í Reykjavík og einnig var heimtaug að starfsstöðinni að Lagarbraut 4 á Egilsstöðum stækkuð. Með þessum framkvæmdum hefur fyrirtækið styrkt hleðsluinnviði sína umtalsvert og tekið enn eitt skrefið í aðkomu sinni að því stóra verkefni sem orkuskipti í samgöngum eru.
Höldur - Bílaleiga Akureyrar er leiðandi í útleigu visthæfra ökutækja, bæði í skammtíma og langtímaleigu. Í dag flokkast rúmlega 16% bílaflotans sem visthæfur þ.e. rafmagns og tengiltvinnbílar. Séu tvinn- og metanbílar teknir með er hlutfallið 26%. Okkur hjá Höldi - Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til að lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.
- Skoðaðu úrval rafbíla í skammtímaleigu hér.
- Úrval visthæfra bíla í langtímaleigu hér.
- Kynntu þér áherslur okkar varðandi samfélagslega ábyrgð, umhverfis- og loftlagsmál hér.
Opnunartímar | Hafa samband | Mínar síður | Langtímaleiga | Veftré | English
Höldur er leyfishafi Europcar International á Íslandi.
© Efni þessa vefs er varið höfundarrétti og afritun með öllu óheimil